Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Þau Snorri og Ingibjörg Davíðsdóttir gáfu kost á sér en Snorri hafði betur með 136 atkvæðum gegn 64 atkvæðum Ingibjargar.
Heiðbrá Ólafsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson voru kjörin stjórnarmenn.
Í ræðu sinni kvaðst Snorri djúpt snortinn og sagðist sjá á metnaði flokksmanna að flokkurinn væri að taka á siglingu.
Snorri svarar vegna Kastljósþáttar – ,,Við erum rétt að byrja!“
Umræða