Samherji sagður hafa mútað ráðherrum
Jóhannes Stefánsson ásamt rannsóknaraðilum lýstu starfsemi Samherja í Kveik í kvöld og þar kom fram að stjarnfræðilegar meintar mútugreiðslur hafi átt sér stað.
Aðspurður um hvort hann muni eftir fyrstu meintu mútugreiðslunni, þá segir Jóhannes að hann muni hana vel. Þá hafi tengdasonur Sjávarútvegsráðherrans beðið um 60.000USD og hafi hann í kjölfarið hringt í sinn yfirmann hjá Samherja sem hafi svarað: ,,Ef þú hefur tækifæri til að borga (múta) sjávarútvegsráðherra, þá skaltu borga honum strax!“ Þá fer Jóhannes yfir mörg mál og sýnir gögn sem hann segir vera mútugreiðslur til ráðamanna auk þess hafa Wikileaks, fréttaskýringaþátturinn Kveikur og katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera og fleiri hafa rannsakað málin og eru enn að.
5 ára fangelsi er fyrir að múta aðilum erlends ríkis
Því er haldið fram að Samherji hafi borgað mútugreiðslur upp á vel á annan milljarð fyrir velvild sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og fleiri aðila í Namibíu til þess að fá fiskveiðikvóta í staðinn. Þá er því haldið fram að flóknar fléttur hafi verið gerðar til þess að fela slóðina m.a. með tilhæfulausum reikningum ofl. Stundin segir að einn þeirra sem hafa þegið greiðslurnar frá Samherja sé James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor sem úthlutar kvóta til útgerðarfélaga í landinu. Jóhannes sagði að hann hefði ekki hafa gert neitt í Namibíu nema án aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Frændi James og tengdasonur sjávarútvegsráðherrans, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, er einnig sagður hafa fengið greitt. Þriðji maðurinn er núverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala, en hann var meðal annars eigandi að einu fyrirtæki sem fékk greitt frá Samherja. Fjórði aðilinn er Mike Nghipunya, forstjóri Fishcor.
Allt gert til að greiða enga skatta
Fram kemur í málinu að stefna Samherja hafi verið að borga enga skatta eða sem allra minnst og lýst er hvernig peningar voru fluttir í skattaskjólseyjar m.a. á Kýpur. Rætt er við íbúa í Namibiu sem kvarta yfir slæmum aðbúnaði og að almenningur njóti þess ekki að verið sé að veiða hrikalega mikið magn af mjög verðmætum fiski úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar en ekkert af ávinningnum skili sér til þeirra. Hjá almenningi er bara eymd og volæði og engin von um betra líf þar sem samfélagið fái ekkert til samneyslunar.
Veiðigjöld
Fólkið býr í ónýtum hrörlegum kofum, án vatns og rafmangs. Innviðir njóta þess ekki að úti fyrir eru gjöful og fengsæl fiskimið. Börn fá ekki menntun og heilbrigðiskerfið er ónýtt vegna fjárskorts og fátæktin er hrikaleg. Þjóðin fær ekki að njóta leigu- eða auðlindagjalds fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar en ráðamenn sagðir fá ríkulega borgað.
Þá er því haldið fram að Samherji hafi komið sér framhjá lögum um namibískt eignarhald á kvóta með því að setja það sem kallað var „svart andlit“ á eignarhald þeirra fyrirtækja sem fengu kvótann og svo gerðir baksamningar um raunverulegt eignarhald til Samherja.
Samherji hagnast um 112 milljarða króna
Samherji er sagður hafa hagnast um 112 milljarða króna á milli áranna 2011 og 2019 og að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, hafi meðal annars byggt upp eignarhaldsfélag í kringum hlutabréfaeign sína í Samherja sem á 48 milljarða króna eignir og skuldar ekkert. Hluta þessa mikla hagnaðar má rekja til starfsemi Samherja í Afríku. Að því er fram kemur í Stundinni.
Samherji ætlar að rannasaka sjálfa sig
Namibíska stofnunin ACC, sem rannsakar spillingu, er með málið til rannsóknar og efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Namibiu. Angar málsins eru einnig til skoðunar í fleiri löndum, meðal annars hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Ökokrim vegna gruns um peningaþvætti innan samstæðu Samherja og hjá embætti héraðssaksóknara hér á landi. Að því er kemur fram í Stundinni í dag.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Samherja, sem send var út í gær, áður en þátturinn Kveikur var sýndur, kemur fram að Samherji ætli að rannsaka sjálfa sig og ráða til þess norska aðila.
Þá vekur athygli að fyrirtækið ætlar ekki að svara fyrir ásakanirnar eins og kemur fram í tilkynningunni. Í yfirlýsingunni segir orðrétt ,,Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja segist saklaus
„Öll starfsemi Samherja og tengdra félaga var undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist. Var allt okkar bókhald, tölvupóstar og öll önnur gögn skoðuð ítarlega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afríku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og villandi ásökunum frá fyrrverandi starfsmanni sem enn á ný eru matreiddar af sömu aðilum og fjölmiðlum og í Seðlabankamálinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í yfirlýsingu sinni. En hann hefur líkt þessu máli við „Seðlabankamálið“ svokallaða en þar lýsti hann einnig yfir sakleysi.
WikiLeaks hefur birt yfir þrjátíu þúsund skjöl frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi rekstrarstjóra Samherja í Namibíu og á eftir að birta 30.000 til viðbótar.
"Wikileaks documents pinpointed fisheries minister Benhard Esau, justice minister Sacky Shanghala and businessman James Hatuikulipi as masterminds of a Namibian fishing licence donated to the Angolan government but ended up benefiting a few individuals."https://t.co/wc4qXLGHCa pic.twitter.com/8B80HaBFJR
— WikiLeaks (@wikileaks) November 12, 2019
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/12/samherji-sakadur-um-vafasaman-rekstur-i-namibiu-thetta-er-bara-glaepastarfsemi-thetta-er-bara-skipulogd-glaepastarfsemi/