Hver er afstaða Íslendinga gagnvart lausagöngu katta í sínu sveitarfélagi?
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents sem framkvæmd var dagana 5. til 11. nóvember, voru um 36% þáttakenda sem tóku afstöðu mjög hlynntir lausagöngu katta, um 14% voru frekar hlynntir, um 11% hvorki hlynntir né andvígir, um 15% frekar andvígir og um 24% mjög andvígir. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari lausagöngu katta en íbúar landsbyggðarinnar.
Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára eru hlynntari lausagöngu katta en 35 ára og eldri auk þess sem 65 ára og eldri eru andvígari lausagöngu katta en þau sem yngri eru. Einnig var spurt í sömu könnun hvaða gæludýr þátttakendu eiga. Þeir sem eiga kött (eða ketti) eru hlynntari lausagöngu katta en þeir sem eiga hund (eða hunda), önnur gæludýr eða engin gæludýr.
Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú lausagöngu katta í þínu sveitarfélagi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú lausagöngu katta í þínu sveitarfélagi? Hér hafa valmöguleikar verið sameinaðir. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Framkvæmd rannsóknar
Framkvæmdatími: 5. til 11. nóvember 2021.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Svarfjöldi: 1420 einstaklingar.
Svarhlutfall: 51%.
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.