Hugleiðingar veðurfræðings
Og áfram er staða veðrakerfanna svipuð. Með víðáttumikla hæð suður af landinu, sem dregur hlýtt loft suður úr höfum hingað norður, eru austlægar áttir viðvarandi og hiti yfir frostmarki einkennandi fyrir helgina. Eins er mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum sem eykur afrennsli með tilheyrandi vatnavöxtum. Gott getur verið að huga að niðurföllum þess vegna.
Svo í dag má búast við austlægum áttum, 8-15 m/s, en eitthvað hvassari á Vestfjörðum um tíma. Austan 15-20 með suðurströndinni síðdegis. Samfelld rigning suðaustan- og austanlands sem dregur þó dálítið úr eftir hádegi í dag. Svipað veður á morgun og aftur hvassara með suðurströndinni, einkum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Spá gerð: 12.12.2020 06:18. Gildir til: 13.12.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Um 500 km SSV af Vestmannaeyjum er 982 mb lægð, sem þokast SV og grynnist, en langt SV í hafi er dýpkandi 972 mb lægð á hreyfingu ANA. Yfir NA-Grænlandi er kyrrstæð 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 12.12.2020 07:18.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, yfirleitt á bilinu 8-15 m/s, en hvassari með köflum á Vestfjörðum. Austan 15-20 með suðurströndinni síðdegis og eftir hádegi á morgun. Samfelld rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en dregur úr úrkomu austast eftir hádegi í dag. Dálítil væta af og til í öðrum landshlutum. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 12.12.2020 04:56. Gildir til: 13.12.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt 8-13 m/s, en 10-15 síðdegis. Skýjað að mestu, en úrkomulítið. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 12.12.2020 04:57. Gildir til: 13.12.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austanátt, víða 10-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum með suðurströndinni. Rigning sunnan- og austantil, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan 13-20 m/s. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 1 til 6 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Strekkings norðaustlæg átt. Dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austantil og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 1 til 5 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt með slyddu eða snjókomu um norðaustanvert landið, en þurrt sunnan- og vestantil. Hiti kringum frostmark.