Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt og bjart að mestu, frost 2 til 11 stig. Gengur í sunnan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi í dag og þykknar upp, rigning eða snjókoma með köflum þar síðdegis. Hlýnar smám saman.
Sunnan 10-18 á morgun og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en væta með köflum norðaustantil.
Hiti 3 til 10 stig. Heldur hægari annað kvöld og kólnar með skúrum eða slydduéljum. Spá gerð: 12.12.2023 05:03. Gildir til: 13.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Sunnan 10-18 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en væta með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Heldur hægari um kvöldið og kólnar með skúrum eða slydduéljum.
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 og él, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Suðvestan og sunnan 13-20 og allvíða slydda eða snjókoma, en rigning suðaustantil. Éljagangur síðdegis, en styttir upp norðaustanlands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar í veðri.
Á mánudag:
Norðvestan- og vestanátt og él. Kólnandi.
Spá gerð: 11.12.2023 21:03. Gildir til: 18.12.2023 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Víða rólegheita veður og styttir upp á næstu tímum og kólnar. Þá má búast við að hálka geti aukist þar sem úrkoma féll síðastliðna nótt og í dag.
Á morgun er síðan suðlæg átt í kortunum, víða 3-8 m/s framan af degi og þurrt veður. Síðdegis gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu og þykknar upp þar með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar.
Á miðvikudag hvessir síðan enn frekar, þá er útlit fyrir allhvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar meira. Snýst síðan í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður undir frostmark.
Spá gerð: 11.12.2023 15:18. Gildir til: 12.12.2023 00:00.