6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Covid19: Grunnskóla lokað – Sumir foreldrar láta ekki vita af smiti

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ekkert skóla-og frístundastarf verður í Seljahverfi í Reykjavík vegna mikillar útbreiðslu COVID-smita sem ekki hefur tekist að rekja. Seljaskóla verður lokað og engar íþróttaæfingar verða hjá ÍR fyrir börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla, segist hreinlega ekki vita hversu margir séu smitaðir í samtali við rúv.is sem fjallar um málið í dag.

„Við höfum bara ekki alveg yfirsýn yfir það. Það er stóra vandamálið líka. Við náttúrulega fáum ekki upplýsingar um öll smit, sumir foreldrar láta vita, aðrir ekki, sumir eru þegar í sóttkví og þá fáum við ekki fréttir. Við vitum bara ekki nákvæmlega töluna. Smit eru bæði í hópi kennara og nemenda. „Það vantaði 30 starfsmenn í dag og það vantaði um 100 börn af 650.“ Sagði Bára Birgisdóttir, skólastjóri.

„Ég hugsa að þessi staða væri önnur ef við hefðum frestað skólastarfi eins og Þórólfur lagði upp með og það hefði kannski verið gott að gera það en þetta er blendið.“

Fréttin kom fyrst fram á rúv.is