-0.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Tálmunarofbeldi mæðra

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ég er faðir og afi og hef verið svo heppinn að eignast stóra og góða fjölskyldu sem er ómetanlegt, það vita þeir sem eru í sömu sporum. En það er þó einn stór svartur blettur á fjölskyldunni og það er hegðun fyrrverandi tengdadóttur minnar sem ég nefni ekki á nafn til þess að hlífa saklausu barni sem er þegar orðið fórnarlamb vegna hegðunar móður sinnar.

Hún beitir nefnilega son minn hörðu og miskunnarlausu tálmunarofbeldi, og ekki nóg með það, hún beitir mig og konu mína einnig sama ofbeldi og alla föðurætt barnsins. Hún beitir þó fyrst og fremst, barnið ofbeldi með því að meina því aðgang að föður, helmingi ástvina og fjölskyldu barnsins. 
Það er grafalvarlegt mál!
Það er sálarmorð eins og hver önnur misneyting gangvart saklausu og varnarlausu barni og allur réttur þess er tekinn af því af móður þess,
án þess að það sé vilji barnsins sem að elskar báðar fjölskyldur sínar en hefur ekkert um það að segja að komið sé í veg fyrir að mega hitta fólkið sitt og ástvini.
Móðirin hefur alræðisvald og kemst upp með ofbeldið vegna kyns og stöðu. Barnið skilur ekkert hvað sé að?
Ástæðan er einhver gremja út af tvö eða þreföldu meðlagi og álíka bulli sem að mér er óskiljanleg og þeim sem til þekkja eru algerlega á sama máli enda var öllu skipt jafnt.
Best væri ef að ríkið ákveddi að foreldrar mundu verða bæði með barnið og að þau fengju allar bætur sameiginlega 50/50% eins og er á öllum hinum norðurlöndunum og stæðu saman að uppeldinu frá fyrsta degi skilnaðar. Ísland er langt á eftir nágrannalöndunum þegar kemur að þessum málum. Sem betur fer er til skynsamt fólk sem hugsar um hvað sé barninu fyrir bestu, setur barnið í fyrsta sætið og hlúir að því saman af alúð. 

Barnið „okkar“ vanhagar ekki um neitt en meðlag er ætlað barninu en ekki móðurinni, þar sýnist mér misskilningurinn liggja og má líkja því við fjárkúgun að nota barnið sem vopn gegn allri fjölskyldunni til þess að krefjast peninga til þess að geta leyft sér sömu hluti og áður þegar að hún var í sambandi. Það er sjúklegt. En það er víst mjög vel þekkt að tálmunarofbeldi sé óspart notað í allskonar tilgangi og á kostnað barna á Íslandi.
Það er ekkert sem að nokkuð af okkur hefur gert til þess að eiga skilið þetta ofbeldi. Eina haldbæra ástæðan er einhver gremja og illgirni út af peningum og vegna þess að kerfið leyfir henni að komast upp með ofbeldið, þá getur hún kúgað alla fjölskylduna án nokkurar fyrirhafnar. Kerfið heldur með konunum og konur standa vörð um kerfið. Þær virðast ekki vilja jafnrétti þegar að kemur að jafnrétti barnsins og föður eða fjölskyldu, þá hentar það alls ekki. Alla vega í þessu máli og hjá mörgum öðrum í sömu stöðu.
Þegar sonur minn svo sýndi mér upplýsingar sem að hann komst yfir, varðandi kerfið og þjóðþekktar valdakonur í kerfinu sem að stuðla að því að viðhalda kerfinu, þá féllust mér hendur. Þær eru að leggja á ráðin í bakherbergjum á internetinu í hópum um það hvering sé best að klekkja á feðrum. Lesturinn er ógeðfelldur og ekki birtingarhæfur og mér blöskraði, en þarna kemur svart á hvítu í ljós hvað er í gangi víða á Íslandi í dag.

Það að konur ráðist gegn hinu kyninu og leggji á ráðin um hvernig sé hægt að meiða æru manna og jafnvel eyðileggja er bara sjúklegt og viðbjóðslegt.
Því miður eru margar mæður gerendur í tálmunarofbeldum og örugglega í 99% tilfella. Það er sárt að kerfið leyfi þeim að komast upp með glæpinn og það er ömurlegt fyrir börn á Íslandi árið 2019 að þau skuli enn vera fórnarlömb ofbeldis af hálfu mæðra sinna. Ég þekki annað dæmi þar sem að amma barns tók þátt í tálmunarofbeldi gegn tengdasyni sínum fyrrverandi en hún hafði einnig beitt fyrrverandi mann sinn tálmunarofbeldi og það vissu allir og þótti eðlilegt á þeim bæ.
Ég hef verið að kynna mér svona mál og hér eru t.d. viðtöl sem ég hlustaði á í nýlega, á fleiri miðlum og þau dýpkuðu skilning minn á hvað þetta kerfi er sjúkt og hvað mikið er að í okkar þjóðfélagi þegar að kemur að réttleysi föðurs og fjölskyldu hans gangvart barninu sínu við skilnað. Kerfið á Íslandi er fársjúkt og rúmlega það. 
Með fyrirfram þökk og virðingarfyllst, Jón Guðm.
P.s. Mætir og skynsamir menn sem að fjalla um málefni barna af þekkingu og yfirvegun:
Bítið – Lög um foreldrajafnrétti útí hött og þarf að leiðrétta
Harmageddon – Vopn gegn feðrahreyfingum
https://frettatiminn.is/2018/03/08/kona-daemd-atta-manada-fangelsi-fyrir-talmunarofbeldi-vardar-sektum-eda-fangelsi-allt-ad-16-arum-eda-aevilangt/