,,Örfáar fjölskyldur mylja undir sig milljarða fyrir nýtingu á takmörkuðum, sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar á meðan tugþúsundir manna ná ekki endum saman, geta ekki sótt sér læknisþjónustu og börn þeirra munu kannski líða skort sem mun hafa áhrif á þau alla ævi“
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í tvígang: ,,Kemur til greina að hækka veiðigjöldin tímabundið og finnst hæstv. ráðherra þetta hlutfall, sem hún vissulega ákvað, vera eðlilegt?“

Þá sagði Logi hafa margoft sagt að langeðlilegast að réttasta gjaldið fengist með því að láta fyrirtækin bjóða í þessa takmörkuðu auðlind og það eiga þau svo sannarlega að gera. ,,Ég spyr hins vegar ráðherra aftur hvort henni finnist í ljósi þessara aðstæðna þetta hlutfall vera sanngjarnt þegar fyrirtækin eru að moka út arði. Við getum ekki búið við það að örfáar fjölskyldur hér í landinu séu að mylja undir sig milljarða fyrir nýtingu á takmörkuðum, sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar á meðan tugþúsundir manna eiga erfitt með að ná endum saman, geta ekki sótt sér læknisþjónustu og börn þeirra munu kannski líða skort sem mun hafa áhrif á þau alla ævi.“

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Loga Einarsson setja veiðigjaldið í samhengi við aðgerðir til að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. ,,Hvað varði veiðigjöldin, af því að þingmaður vill setja þau í þetta samhengi, þá fannst mér það vera sanngjarnar tillögur sem við samþykktum á þinginu. Mér fannst þetta hlutfall ásættanlegt, enda studdi ég það frumvarp sem lagt var fram fyrir rúmu ári eða svo.
Hér er markaðsverð á fiskveiðikvóta á Íslandi skv. skráningu Fiskistofu
https://gamli.frettatiminn.is/11/02/2021/leigir-fra-ser-a-300-000-en-geidir-sjalf-16-000-kronur/