SFS (LÍÚ) Hótar nýrri ríkisstjórn og hyggst láta það bitna á öllum landsmönnum ef ríkisstjórnin breytir fiskveiðikerfi okkar Íslendinga og geri kerfið í samræmi við álit mannrettindanefnd Sameinuðu þjóðanna

Þ.e.a.s rétti ósanngjarnan hlut umhverfisvænni strandveiða og innheimti sanngjarnt auðlindagjald! Rétt væri að allar útgerðir á Íslandi sæktu um leyfi árlega en hættu í þeirri áskrift að fá úthlutað árlega. Margir hafa t.d. ekkert við kvótann að gera og leigja hann allan frá sér. Væri ekki nær að úthluta honum til þeirra sem eru starfandi í greininni?
Er gott að ein samtök séu með einræðis tilburði við okkar ríkisstjórn og þjóð?
48/6 mánuðir er sanngirnismál og matvælaöryggi fyrir þjóðina. Hyggist SFS ætla í setuverkfall með skip og mannskap vegna smávægilegra breytinga til að uppfylla álit sem kom frá mannrettindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Hverju hóta SFS (LÍÚ) ÞJÓÐINNI NÆST?
Hér að neðan er grein í Morgunblaðinu sem varð kveikjan að þessum skrifum mínum:
Áform ríkisstjórnar ógni kjarasamningum