Atvinnubílstjóri benti á lífshættulegan veg sem liggur um Ölfus, á milli Hveragerðis og Þolákshafnar. Þessi vegur er fjölfarinn og til dæmis sækja öll skólabörn í Hveragerði, leikfimi og íþróttir í Þorlákshöfn.
,,Vegurinn hér á milli er í einu orði sagt ónýtur. Ekkert nema djúpar holur og svo hefur hann sigið mikið og sérstaklega í kringum bæinn Núpa í Ölfusi. Þannig að bílar eru í loftköstum þegar ekið er yfir dældirnar. Þá er vegurinn búinn að eyðast upp á löngum kafla, kantarnir horfnir og er þar einbreiður.
Þessi vegur er ekkert annað en dauðagildra og hann er mikið ekinn af bæði farþegabílum, rútum og stórum gámabílum. Það gefur auga leið að þannig bifreiðar geta varla mæst á einbreiðum vegi.
Þá er vegurinn á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar lítið skárri, við búum við ónýta innviði víða hér á Suðurlandi þegar vegakerfið á í hlut.“