Veiðin með Gunnari Bender hefur farið sigurför um landið og miðin en annar þáttur var sýndur s.l. sunnudagskvöld og hægt er að sjá hann hér að neðan
,,Þátturinn á sunnudagskvöld var tekinn upp, vestur í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum með hressum veiðimönnum sem að reyna að veiða maríulaxinn sinn í veiðiferðinni. Svo heimsóttum við Halla Eiríks sem er staðarhaldari við Laxá í Dölum og ræddum ýmislegt varðandi veiðina og fleira. Loks er svo kíkt á rjúpu á Holtavörðuheiði með Maríu Gunnarsdóttur,” sagði Gunnar Bender en segir að lokum að nú séu aðeins tvær vikur í vorveiðina og marga farið að klæja í lófana.” ( Mynd á forsíðu er af Maríu Gunnarsdóttur rjúpnaskyttu til 40 ára ).
Umræða