Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, heimsækja Kænugarð í Úkraínu á morgun, þriðjudaginn 14. mars.
Markmið heimsóknar ráðherranna er að sýna úkraínsku þjóðinni og stjórnvöldum samstöðu og ræða áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu.
Þá er tilefni heimsóknarinnar einnig formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur ráðsins sem fer fram í Reykjavík í maí, en Úkraína mun hafa þýðingarmikið hlutverk á leiðtogafundinum.
Umræða