Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra er ein þeirra átta sem sækja um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Sigríður sagði sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019 í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við landsrétt í lok árs 2017.
Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem auglýst var í febrúar sl. Umsóknarfrestur rann út 7. mars sl.
Umsækjendur um embættið eru:
Esther Finnbogadóttir, leiðandi sérfræðingur
Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri
Jóhann Ágústsson, viðskiptafræðingur/ráðgjafi
Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá FAO, WFP og IFAD í Róm
Sigríður Á. Andersen, lögmaður
Sigríður Kristbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi, fjármála- og verkefnastjóri
Sigurður H. Helgason, forstjóri
Tómas Brynjólfsson, settur ráðuneytisstjóri
Umræða