Andrea Sveinsdóttir hefur opnað sig vegna sjaldgæfs kynsjúkdóms sem að hún hefur verið að burðast með um langt skeið og opnað á umræðu um málið í fjölmiðlum
Upp á síðkastið hafa tveir fyrrum „Paradise Hotel- TV show“ þátttakendur opnað sig í fjölmiðlum um sín persónulegu mál í Noregi. Andrea Sveinsdóttir sem býr í Oslo hefur verið dugleg þar í landi að kynna þjóðinni fyrir sjaldgæfum kynsjúkdómi sínum og komið fram í dagblöðum þar ytra og á sjónvarpsstöðvum.
En koma ekki fram vegna villtra partýa, kynlífshneykslismála eða afbrota, eins og margir forverar þeirra hafa gert. Heldur hafa þáttakendurnir kosið að vera opinskáir um sjaldgæfan sjúkdóm. Sofie Nilsen (23) og Andrea Sveinsdóttir (23) þjást báðar af svokölluðum vaginisma, sem að lokar leggöngunum.
Fengu kynlífs bann skv. læknisráði: Of erfitt að komast inn
,, Vandamálið einkennist af óviljandi samdrætti í grindarvöðvum sem loka leggöngum. Því geta samfarir orðið mjög óþægilegar og í sumum tilvikum er ekki hægt að koma hvorki fingri né öðru inn í leggöngin. Ég fékk boð um algert kynlífsbann af lækninum.
Hins vegar er hægt að læknast af kvillanum segir Andrea Sveinsdóttir frá því að nú séu betri tímar framundan.“ Segir Andrea.
Mjög sjaldgæft
Fyrst og fremst – áður en haldið er áfram með sögu Andreu Sveinsdóttur – það er rétt að hafa nokkrar staðreyndir á borðinu. Samkvæmt NHI er áætlað að 0,5 til einn prósent kvenna hafi þennan sjaldgæfa sjúkdóm.
Vaginismus, einkenni
Viðvarandi eða endurteknir erfiðleikar við að koma getnaðarlim í leggöngin, fingri eða öðrum hlutum, þrátt fyrir að konan hafi löngun til kynlífs.
Hvers vegna sumar konur þróa með sér vaginisma og aðrar ekki, er ekki þekkt.
Í sumum tilfellum getur sjúkdómurinn komið eftir að verkir hafa verið í leggöngum – af einhverri ástæðu, t.d. eftir sársaukafullar samfarir.
Heimild: NHI.no
– Þetta getur leitt til óviljandi samdráttar í ytri hluta í leggöngum og það verður erfitt að hafa samfarir, jafnvel alveg útilokað.
Greining er gerð með rannsókn á æðakerfi og meðferð sem getur hjálpað til við að losna við sjúkdóminn eða halda honum í skefjum, er meðal annars nudd, sjúkraþjálfun og samfarir. Nánast allir ná árangri og bata eftir rétta meðferð en það er mikilvægt að finna réttu orsökina fyrir ástandið. Stundum getur verið að það sé sár andleg eða kynferðisleg reynsla sem liggur að baki sjúkdómnum.
Eftir að hafa notið meðferðar við sjúkdómnum, varð ástandið strax gott hjá Andreu Sveinsdóttur. ,, Ég fann strax framfarir, nánast eftir fyrstu meðferðina og það var að gerast jafnr og þétt á tímabilinu. Skyndilega hurfu bara öll einkenni sjúkdómsins, sagði Andrea í viðtali við norska Dagblaðið.
Það var í haust sem að Andrea valdi að opna sig með sjúkdóminn opinberlega þar sem að hún lýsti því að hún gæti ekki stundað kynlíf vegna þess að það væri ,,ótrúlega sársaukafullt og Það hefur verið alveg útilokað.“ eins og hún lýsti ástandinu. Það hefur valdið mér miklum sárindum í daglegu lífi og það er í raun það versta.
Ég hef fengið mikla krampa og sára verki neðst í maganum. Það er í raun daglegir verkir sem voru slæmir. Þegar ég var nokkuð viss um að geta átt samfarir þá var ég enn mjög hrædd um að það mundi valda mér sársauka svo ég ætla ekki bara að vera með fyrsta stráknum sem ég hitti“ segir hún hlægjandi.