Ferðamannapúlsinn í mældist 85,8 stig af 100 stigum mögulegum í janúar og febrúar sem er hæsta mæling frá því í júní 2016 þegar Ferðamannapúlsinn mældist 85,9 stig. Ferðamannapúlsinn mældist enn fremur 3,8 stigum hærri nú í febrúar í samanburði við sama tíma í fyrra.
Ferðamenn frá Norður Ameríku og Bretlandseyjum ánægðastir
Ef helstu markaðssvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru skoðuð má sjá að Ferðamannapúlsinn mældist hæstur meðal ferðamanna frá Norður Ameríku (88,0 stig) og Bretlandseyjum (87,6 stig) í janúar og febrúar 2019, en minnst ánægja mældist meðal ferðamanna frá Asíu (81,8) og Norðurlöndunum (81,2).
Ferðamenn ánægðari með verðlagið
Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Mat ferðamanna á hvort að væntingar þeirra fyrir ferðina hefðu verið uppfylltar mældist 82,8 stig í febrúar og er það hæsta mæling frá upphafi. Í janúar mældist gestrisni Íslendinga 8,7 stig og líkur á meðmælum 92,9 stig og eru það einnig hæstu mælingar frá upphafi. Ferðamannapúlsinn bendir því til að ferðaþjónustuárið hafi farið mjög vel af stað þessa fyrstu tvo mánuði ársins 2019.
* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.