Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 18-25 m/s, en heldur hægari N- og A-til á landinu. Víða rigning, en þurrt og bjart veður norðan heiða. Dregur úr vindi í nótt, suðaustan 10-18 og rigning eða súld á morgun, einkum SA-lands, en léttskýjað um norðanvert landið. Kólnar heldur, hiti 6 til 13 stig á morgun, hlýjast á Norðurlandi. 700 km ASA af Hvarfi er 948 mb lægð á leið V, en yfir Noregi er kyrrstæð 1038 mb hæð.
Spá gerð: 13.04.2019 21:38. Gildir til: 15.04.2019 00:00.
Höfuðborgarsvæðið – Suðaustan stormur (Gult ástand)
13 apr. kl. 21:30 – 14 apr. kl. 01:00 – Suðaustan 18-23 m/s og snarpar vindhviður, fólk hugi að lausum munum og vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát.
Suðurland – Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
12 apr. kl. 21:30 – 14 apr. kl. 04:00 – Suðaustanstormur, 18-25 m/s, með vindhviðum undir Eyjafjöllum yfir 40 m/s. Staðbundið má búast við meiri vindi á köflum en einnig eru svæði sem mun minni vindur er á. Rigning á köflum og hlýtt, hiti að 10 stigum. Mikil leysing og vatnavextir á svæðinu og óbrúaðar ár illfærar. Rigning og á köflum talsverð. Líkur á að dragi tímabundið úr úrkomu en bæti síðan aftur í. Miklir vatnavextir vegna vinds, hita og úrkomu mjög líklegir.
Faxaflói – Suðaustan stormur (Gult ástand)
13 apr. kl. 21:30 – 14 apr. kl. 02:00 – Suðaustan stormur, 18-25 m/s, hvassast á Reykjanesi. Hvassar hviður við fjöll, um 40 m/s, t.a.m á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Fólk hugi að lausum munum og vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát.
Breiðafjörður – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
13 apr. kl. 21:30 – 14 apr. kl. 01:00 – Suðaustan stormur, 15-23 m/s og hvassar hviður, um 35 m/s, á norðanverðu Snæfellsnesi. Fólk hugi að lausum munum og vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát.
Suðausturland – Talsverð rigning (Gult ástand)
13 apr. kl. 23:00 – 14 apr. kl. 23:59 – Rigning og síðar talsverð rigning, einkum austur af Öræfum. Fremur hlýtt, mikil leysing og talsverðir vatnavextir.
Miðhálendið – Suðaustan stormur eða rok (Gult ástand)
13 apr. kl. 21:30 – 14 apr. kl. 05:00 – Suðaustan stormur eða rok (18-25 m/s). Rigning á köflum, einkum sunnantil og fremur hlýtt. Mikil leysing, krapi og vatnavextir. Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát.
Umræða