Gular viðvaranir eru víða um land vegna storms og hvassviðris
Suðurland Suðaustan hvassviðri eða stormur. (Gult ástand)
Faxaflói – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
Breiðafjörður – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
Suðausturland – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
Miðhálendið – Suðaustan stormur eða rok. (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 10-18 m/s, en 18-23 SV-til. Þurrt norðan heiða, annars rigning með köflum, einkum SA-lands. Dregur úr vindi í nótt og fyrramálið, en hvessir aftur seinni partinn á morgun. Hiti 7 til 15 stig á morgun, hlýjast á N-landi. – Spá gerð: 12.04.2019 21:37. Gildir til: 14.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (pálmasunnudagur) og mánudag:
Suðaustan 10-18 m/s, en hægari á mánudag. Þurrt N-lands en rigning annars staðar, einkum á SA-landi. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi):
Suðaustanátt, vætusamt og milt veður, en lengst af þurrt á NA-verðu landinu.
Spá gerð: 12.04.2019 20:09. Gildir til: 19.04.2019 12:00.