Gular viðvaranir eru víða um land vegna storms og hvassviðris
Suðurland Suðaustan hvassviðri eða stormur. (Gult ástand)
12 apr. kl. 13:00 – 14 apr. kl. 04:00 – Gengur í suðaustanstorm með vindhviðum undir Eyjafjöllum yfir 40 m/s. Staðbundið má búast við meiri vindi á köflum en einnig eru svæði sem mun minni vindur er á. Rigning á köflum og hlýtt, hiti að 10 stigum. Mikil leysing og vatnavextir á svæðinu og óbrúaðar ár íllfærar.
Faxaflói – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
12 apr. kl. 21:00 – 13 apr. kl. 03:00 – Suðaustan stormur og mjög hvassar hviður við fjöll, eins og Kjalanes og Hafnarfjall.
Breiðafjörður – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
12 apr. kl. 15:00 – 13 apr. kl. 05:00 – Suðaustan stormur og mjög hvassar hviður á norðanverðu Snæfellsnesi.
Suðausturland – Suðaustan stormur. (Gult ástand)
13 apr. kl. 18:00 – 23:59 – Suðaustan stormur með hviðum yfir 40 m/s, hvassast við Öræfi og Vík. Rigning á köflum, fremur hlýtt og talsverð leysing. Miklir vatnavextir og óbrúaðar ár íllfærar.
Miðhálendið – Suðaustan stormur eða rok. (Gult ástand)
12 apr. kl. 15:00 – 14 apr. kl. 06:00 – Suðaustan stormur eða rok (18-25 m/s). Rigning á köflum, einkum sunnantil og fremur hlýtt. Mikil leysing, krapi og vatnavextir.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 10-18 m/s, en 18-23 SV-til. Þurrt norðan heiða, annars rigning með köflum, einkum SA-lands. Dregur úr vindi í nótt og fyrramálið, en hvessir aftur seinni partinn á morgun. Hiti 7 til 15 stig á morgun, hlýjast á N-landi. – Spá gerð: 12.04.2019 21:37. Gildir til: 14.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (pálmasunnudagur) og mánudag:
Suðaustan 10-18 m/s, en hægari á mánudag. Þurrt N-lands en rigning annars staðar, einkum á SA-landi. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi):
Suðaustanátt, vætusamt og milt veður, en lengst af þurrt á NA-verðu landinu.
Spá gerð: 12.04.2019 20:09. Gildir til: 19.04.2019 12:00.
Umræða