-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Einkafjármögnunarleiðin gæti orðið allt að 30% dýrari

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Eins og áður hefur komið fram leggst Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, alfarið gegn hugmyndum um að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum með öllum þeim kostnaði sem því fylgir og vill í því sambandi miklu heldur taka upp kílómetragjald í staðinn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, ræddi um þessar fyrirhugaðar hugmyndir í þættinum Samfélagið á Rás 1.
Runólfur sagði meðal annars í þættinum og þarna sé verið að ræða um kostnað fyrir almenna vegfarendur. Öllum séð það ljóst að notkun fjölskyldubílsins er einn dýrasti útgjaldaliður fjölskyldunnar í landinu. Ofan á það myndi bætast ef settir yrðu upp vegtollar hér og þar um landið gjöld vegna þess. Hugmyndir af þessu tagi hafa skotið upp kollinum hjá stjórnmálamönnum á síðustu árum. Runólfur benti á það að Norðmenn hefði farið ansi bratt í það á sínum tíma að innleiða veggjöld hjá sér vegna ýmissa vegaframkvæmda. Kostnaðurinn við innheimtuna fór upp úr öllu valdi, nánast óheyrilegur í sumum tilfellum. Þegar málin voru nánar skoðuð nánar ofan í kjölinn fór helmingur af veggjaldi bara í kostnað við kerfið sjálft. Það er eftirlit, myndavélar og innheimta svo einhver dæmi séu tekin.
,,Nefnd, sem ráðherra skipaði, vann ágæta skýrslu um leiðir til að bæta í framkvæmdir á vegum landsins. Fram kom í umræddri skýrslu að langódýrasti valkosturinn væri að hið opinbera sæi um framkvæmdina eins og gert hefur verið fram til þessa. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa dregið lappirnar því hlutfallslega hefur minni runnið til framkvæmda af þjóðartekjum við vegi landsins þrátt fyrir stóraukna umferð vegna aukinnar ferðamennsku,“ sagði Runólfur Ólafsson í þættinum Samfélagið á Rás 1.
Runólfur sagði ennfremur að samfélagslegur sáttmáli væri um það að öll vildum við hafa byggð um allt land og einn liðurinn í því væri að tryggja góðar og öruggar vegasamgöngur. Landið er stórt, dreiffbýlt og við verðum að hugsa leiðir til að gera þetta sem hagkvæmast.
,,Það kom fram í skýrslu starfshóps ráðherra að það gæti munað allt að 30% í kostnaði við framkvæmd ef notast væri við núverandi kerfi, það er að Vegagerðin sinni verkefninu, eða farin er einkafjármögnunarleið. Við erum sem sagt að tala um 30% kostnaðarauka. Einkamarkaðurinn þarf að fjármagna sig dýrara en ríkisvaldið. Einkamarkaðurinn þarf að fá einhvern arf út úr fjárfestingunni umfram þann arf sem samfélagslegi ávinningurinn er. Þar er verið að við að tala um greiðari umferð, minni eldsneytisnotkun og fækkun slysa. Ofan á þetta mundi síðan bætast kostnaður við að setja upp veggjaldainnheimtukerfið. Ráðherra hefur sagt að þeir miði við það að kostnaðurinn umfram það verði 10%. Það væri frábært ef þeir næðu því en meðaltölur frá Noregi fram að þessu eru mun hærri,“ sagði Runólfur Ólafsson.
Viðtalið við Runólf Ólafsson hefst þegar 25:30 mínútur eru liðnar af þættinum. Áhugasömum eru hvattir til að nálgast viðtalið sem er mjög áhugvert og upplýsandi. Sjá hér.