• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Innskráning
  • Nýskráning
Miðvikudagur, 6. desember 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
Áskrift
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum

by Ritstjórn
13. maí 2023
in Fréttir, Innlent
0
Segir blússandi góðæri og mikinn hagvöxt á Íslandi
Deila á FacebookDeila á X

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 30. apríl – 6. maí, en alls var tilkynnt um 40 umferðaróhöpp í umdæminu.
Sunnudaginn 30. apríl kl. 4.49 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Drekavogi við Langholtsveg í  Reykjavík. Ökumaðurinn er grunaður um fíkniefnaakstur. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.
Frá vettvangi á mótum Lækjargötu og Brekkugötu

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 2. maí. Kl. 13.23 var bifreið ekið norður Dalveg við Hlíðarhjalla í Kópavogi, en þar tók ökumaðurinn u-beygju og missti stjórn henni. Við það fór bifreiðin yfir steypta umferðareyju, sem aðskilur akstursstefnur, á öfugan vegarhelming og á aðvífandi bifreið. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 13.52 var bifreið ekið austur Breiðholtsbraut í Reykjavík, austan Stekkjarbakka, og aftan á aðra bifreið, sem var ekið sömu leið. Fyrri bifreiðin staðnæmdist þó ekki heldur fór yfir umferðareyju, sem aðskilur akstursstefnur, og utan í þriðju bifreiðina, sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn er rakinn til veikinda fyrsttalda ökumannsins. Allir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 20.49 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Strandgötu við Linnetsstíg í Hafnarfirði. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 3. maí kl. 14.50 varð tveggja bíla árekstur á Fífuhvammsvegi í Kópavogi, við aðrein að Hafnfjarðarvegi til norðurs. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið Fífuhvammsveg til vesturs, en hinni austur sömu götu og hugðist ökumaður hennar taka vinstri beygju og aka aðreinin til norðurs. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 4. maí kl. 7.58 var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Kleppsvegi í Reykjavík. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið austur Kleppsveg, en á gatnamótum við Dalbraut hugðist ökumaðurinn beygja til suðurs en hafnaði þá á hjólinu, sem var á leið til norðurs. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 5. maí. Kl. 2.03 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Fríkirkjuvegi í Reykjavík, á móts við Fríkirkjuna. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Kl. 11.24 var bifreið ekið austur Lækjargötu í Hafnarfirði, en móts við Brekkugötu missti ökumaðurinn stjórn á henni. Bifreiðin fór þá utan í vinnustaðamerkingu, þaðan á ljósastaur og valt þar á hliðina utan í húsvegg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.24 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Reykjanesbraut í Garðabæ, á móts við IKEA, en þeim var öllum ekið í suðurátt. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 6. maí. Kl. 1.19 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Laugavegi í Reykjavík, rétt ofan við Hlemm. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm og er grunaður um ölvunarakstur, var fluttur á slysadeild. Og kl. 13.44 var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á gangbraut í Hlíðarbergi við Setbergstorg í Hafnarfirði. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Umræða
  • ,,Af hverju í ósköpunum ættum við að rukka þig fyrir að nota peningana þína?“

    216 deilingar
    Share 86 Tweet 54
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    406 deilingar
    Share 162 Tweet 102
  • Ekki kaupa húsgögn eða gjafavörur!

    282 deilingar
    Share 113 Tweet 71
  • Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar – aðferðir foreldris

    14 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Hópbifreið ók á ferðamann við flugstöðina

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?