Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag mun dálítil lægð dóla sér í rólegheitum austur með suðurstönd landsins sem gerir að það að verkum að vindáttin verður norðlæg. Kaldi eða strekkingur vestantil annars hægari. Skúrir á Suðausturlandi, og lítilsháttar rigning eða jafnvel slydda um landið norðanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst.
Á morgun, þriðjudag er svo útlit fyrir fremur hægan vind á landinu og víða þurrt og bjart veður, en stöku skúrir við suðurströndina. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 13.05.2024 06:35. Gildir til: 14.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-13 vestantil í dag, annars hægari. Lítilsháttar rigning eða slydda norðan heiða, skúrir á Suðausturlandi en að mestu þurrt suðvestanlands. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst.
Hægari vestlæg eða breytileg átt á morgun. Skúrir syðst, en allvíða léttskýjað annar staðar. Heldur hlýrra.
Spá gerð: 13.05.2024 04:01. Gildir til: 14.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-10 m/s og bjartviðri, en stöku skúrir syðst. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-10 og dálitlar skúrir, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 og dálítil væta öðru hvoru, einkum vestantil. Heldur svalara.
Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur):
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Skúrir á stöku stað og hiti 2 til 10 stig, mildast suðvestantil.
Spá gerð: 12.05.2024 20:15. Gildir til: 19.05.2024 12:00.