Samið um að fresta þriðja orkupakkanum og jafnframt eru samræður um fjögur önnur mál honum tengdum og innflutning á kjöti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að samningaviðræður gangi áægtlega. Ákveðið hafi verið að bíða með þriðja orkupakkann þar til í haust. „Við höfum alltaf litið svo á, til að mynda varðandi orkupakkann, að það væri mál sem bara stæði eitt og sér og það hefur aldrei komið til greina af okkar halfu að nota það mál eða fórna því á einhvern hátt útaf öðrum málum. Það er mál sem stendur eitt og sér og við hins vegar höfum opnað á það að bíða með málið, bíða með afgreiðslu þess fram á haust eða lok sumars.“ Sagði Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksinssagði að samningurinn feli í sér sátt um hvernig eigi að ljúka þinghaldi og að það fæli m.a. í sér breytingar á frumvarpi til laga um seðlabankann og sameiningu hans við fjármálaeftirlitið, frumvarpi um þjóðarsjóð verði frestað og að ljúka málum tengdum fiskeldi og makríl með breytingum,“
Katrín sagði að samræður við Miðflokkinn muni halda áfram en þau mál sem standi út af í þeim viðræðum séu fjögur mál tengd þriðja orkupakkanum og mál sem tengjast innflutningi á kjöti. ,,Við erum ekki enn búin að ná lendingu en ég vonast til þess að við sjáum til lands,“ sagði Katrín í kvöldfréttum sjónvarps.