Bláa lóninu og Retreat Spa hefur verið lokað til hádegis í dag vegna „óhagstæðrar veðurspár sem hefur áhrif á loftgæði“, að því er segir á vefsíðu lónsins.
Greint var frá því í nótt að óholl gasmengun mældist við Bláa lónið vegna eldgossins við Sundhnúksgígaröðina. Suðvestanátt var í nótt og gasi frá eldgosinu blés yfir lónið. Ríkisútvarpið fjallaði um málið.
Um tíma var útlit fyrir að reykurinn færi yfir Reykjanesbæ en af loftgæðamælum Umhverfisstofnunar að dæma virðist sem bærinn hafi sloppið með skrekkinn.
Umræða