Heildarskuldir ríkissjóðs hækkuðu um 250 milljarða króna frá því í lok janúar til júlíloka, það jafngildir því að skuldir ríkisins hafi hækkað um 1,4 milljarð á dag s.l. hálft ár. Þetta kemur fram í Markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins hjá Seðlabanka Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessum tíðindum nú í morgun.
Heildarskuldir ríkissjóðs voru 1.136 milljarðar í lok júlí. Hlutfall ríkisskulda af vergri landsframleiðslu er nú um 40 prósent, en hlutfallið var 28 prósent í janúar s.l. Óverðtryggðar skuldir ríkissjóðs jukust úr 425 milljörðum í janúar í 607 milljarða í júlí, aukningin er aðallega vegna útgáfu ríkisvíxla, segir í Morgunblaðinu.
Umræða