Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sést loðna á svæðinu við Grænland en viðmælandi fréttastofu ríkisútvarpsins sagði að varasamt væri að draga of miklar ályktanir af því sem sést hefur. Engin loðnuveiði hefur verið það sem af er þessu ári.
Vegna bilunar varð rannsóknarskipið Árni Friðriksson að sigla inn á Ísafjörð og hætta leit fyrir kvótahafa og er skipið þar nú. Eftir viðgerð verður honum haldið aftur á miðin til áframhaldandi leitar fyrir kvótahafa.
Ekki tókst að veiða allan makrílkvótann; enn eru óveidd um 30 þúsund tonn. Nú er uppsjávarflotinn á síldveiðum
Grænlenska hafrannsóknaskipið Tarajoq hefur að undanförnu leitað að loðnu á Grænlandssundi, sem er hafsvæðið á milli Íslands og Grænlands. Á vef Hafró sést ferill skipsins og þar sést að það hefur farið yfir mikið hafsvæði, frá suðri til norðurs, með viðkomu á Ísafirði.
Skipið er nú langt norður í hafi. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði af stað til leitar í vikunni og hélt áleiðis á Grænlandssund.
Ríkið leitar að horfnum fiski fyrir kvótaþega og veðhafa – Veðin finnast ekki