Veðuryfirlit
Við Færeyja er 998 mb smálægð á norðausturleið og um 300 km N af Melrakkasléttu er 995 mb lægð sem fer S og grynnist. 650 km SV af Reykjanesi er vaxandi 980 mb lægð sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu
Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart nokkuð víða, en dálitlar skúrir eða él við norður- og austurströndina. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Norðaustan 5-13 á morgun en heldur hvassari norðvestan- og suðaustantil. Él eða slydduél á norðanverðu landinu en léttskýjað sunnanlands. Hiti um eða yfir frostmarki en allt að 6 stigum við suðuströndina.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 og bjart að mestu. Hiti 3 til 6 stig yfir daginn en víða vægt frost í nótt. Svipað veður á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast norðvestan- og suðaustantil. Él á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Vaxandi norðaustan- og norðanátt, 10-18 síðdegis. Rigning eða snjókoma á norðurhelmingi landsins, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Á sunnudag:
Norðan 10-18 með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu undir kvöld. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust nærri suðurströndinni yfir daginn.
Á mánudag:
Breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti í kringum frostmark en allt að 6 stigum við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og skýjað en bjart austanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og skýjað með dálítilli rigningu vestantil en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig.