Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður sunnan og suðvestan 5-10 m/s, en 10-15 á norðanverðu landinu síðdegis. Dálítil væta af og til, en léttskýjað á Austur- og Norðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á morgun verður hæg suðlæg átt sunnanlands, en áfram allhvöss suðvestanátt fyrir norðan. Rigning eða súld með köflum, en bjart að mestu austantil. Hiti 9 til 15 stig.
Minnkandi vestanátt á miðvikudag. Lítilsháttar væta um mest allt land og hiti 8 til 13 stig.
Fram á næstu helgi gera spár ráð fyrir hægum vestlægum áttum og haustlegu veðri. Skýjað með köflum, smávæta hér og þar og hiti yfirleitt 3 til 8 stig að deginum. Spá gerð: 13.10.2025 04:48. Gildir til: 14.10.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Gengur í suðvestan 10-18 norðanlands á morgun, annars mun hægari vindur. Þokusúld eða rigning með köflum, en bjart að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram milt. Spá gerð: 13.10.2025 07:54. Gildir til: 15.10.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s, skýjað og dálítil væta en bjart með köflum suðaustan- og austanlands. Lægir eftir hádegi. Hiti 6 til 13 stig að deginum, mildast fyrir austan.
Á fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en léttir til um landið norðanvert. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn.
Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en lengst af bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt og stöku skúrir.
Spá gerð: 13.10.2025 08:21. Gildir til: 20.10.2025 12:00.