Veitingahúsi í Kópavogi var lokað vegna brota á sóttvarnarlögum. Á staðnum voru átján gestir og tveir starfsmenn en enginn með grímu og tveggja metra reglan ekki virt.
Staðurinn hafði auglýst opið fyrir viðskiptavini meðan landsleikur Íslands í fótbolta færi fram. Gestum var vísað út og staðnum lokað. Rekstraraðili verður kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum.
Umræða