Sölvi Tryggvason segir að enginn af þeim fjölmiðlum sem fluttu falsfréttir um rangar ásakanir á hendur honum, hafi svarað skilaboðum frá honum eða birt leiðréttingar. Sölvi var ásakaður um glæp gegn konu en um var að ræða anna mann var um að ræða sem var dæmdur vegna málsins.
Sölvi segir að líklega vilji fjölmiðlar ekki afhjúpa að þeir fóru með algerlega rangt mál og svo selji heldur ekki sú frétt ,,klikk“ að maður hafi verið borinn röngum sökum.
Frosti Logason fjölmiðlamaður segir mikla hjarðhegðun ríkja á Íslandi og að mikill ótti sé hjá fólki við að vera ekki í liði með vinsælu skoðuninni hverju sinni. Frosti, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segir margt í samfélaginu eins konar hátíð um hina ríkjandi skoðun. Þá segir hann að búið sé að búa til þá mynd að konur geti ekki sagt ósatt. ,,Það sé bara ekki líffræðilegur möguleiki.“
Tekur hann sem dæmi áróðursherferðina ,,Ég trúi.“ Andrúmsloftið var þannig að menn hafi ekki getað borið hönd yfir höfuð sér. ,,Þá var nóg að slengja fram ásökun og allt varð vitlaust.“
,,Maður finnur það og það er mjög stór hópur sem er ánægður með efnistökin í podkatinu Brotkast, enda erum við mikið að ræða mál sem stóru fjölmiðlarnir vilja ekki snerta á. Fólk myndi ekki trúa því hve margir senda mér skilaboð til að þakka mér, en segist aldrei myndu segja það opinberlega.“
Hér er hægt að sjá myndbandið: