Bandaríska leikkonan Carol Sutton, 76 ára, er látin vegna Covid-19, hún lést á sjúkrahúsi í heimaborg sinni New Orleans, þar sem hún hóf feril sinn á sviðinu.
Hún var í lækningameðferð á sjúkrahúsi og lést á fimmtudagskvöld. Í hálfa öld kom hún fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood, þar á meðal Steel Magnolias, Queen Sugar og True Detective.
Stjörnur, leikstjórar og stjórnmálamenn sem þekktu Sutton hafa minnst hennar opinberlega.
„Það var heiður okkar að bjóða þessa gamalreyndu leikkonu sviðsins og skjásins velkomna í sýninguna okkar,“ tísti Ava DuVernay, sem leikstýrði þáttunum Queen Sugar með Oprah Winfrey sem framkvæmdaframleiðanda. Þættirnir, sem hófust árið 2016, fjalla um þemu kynþátta, þrælahald og ójöfnuð sem blasir við Afríku-Ameríkönum.
Nánar er fjallað um leikkonuna á vef BBC