Spurngan sem umræðir sést vel út frá skriðusárinu. Myndin var tekin á Seyðisfirði í hádeginu.
Um klukkan hálf tólf bárust ábendingar um að sprunga er myndaðist út af stóru skriðunni er féll þann 18. desember hafi hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan var í kjölfarið rýmt og því lokað.
Samkvæmt gögnum Veðurstofu er þó ekki að sjá hreyfingu á svæðinu en það er til frekari skoðunar og starfsmenn Veðurstofu á vettvangi.
Vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir fljótlega. Allar ábendingar af þessum toga eru teknar alvarlega.
Umræða