Sigmar Vilhjálmsson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2020. Það er bæjarblaðið Mosfellingur sem stendur fyrir valinu. Simmi Vill opnað nýlega veitingastaðinn Barion í gömlu Arion banka húsi í Mosfellsbæ.
„Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við Barion hafa verið fram út björtustu vonum, þrátt fyrir að standa frammi fyrir stórum rekstraráskorunum vegna COVID-19,” segir Simmi Vill. „Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum. Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opnuðum við einnig Barion Bryggjuna og Minigarðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó.”
Þá hefur Simmi að undanförnu vakið mikla athygli á Instagram þar sem hann er duglegur að deila frá sínu daglega lífi. Sigmar er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2007.
„Ég var að leita eftir þessum bæjarbrag og langaði að synir mínir myndu alast upp í svona samfélagi. Ég kann vel við það að þekkja nágranna mína og það fólk sem ég rekst á í búðinni. Það er hluti af því að tilheyra samfélagi að gefa af sér. Ég hef reynt að vera virkur í kringum íþróttastarf strákanna minna og er alltaf opinn fyrir góðum hugmyndum og skemmtilegu samstarfi,“ segir Simmi sem segist alls ekki getað flutt úr bænum núna eftir þessa nafnbót.
—– Myndir: Raggi Óla
Simmi Vill tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarsson ritstjóra Mosfellings.