Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista fimm í fangageymslu lögreglu. Alls eru 51 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið leyst á vettvangi.
Tilkynnt um eignaspjöll á kaffihúsi en þar hafði rúða í inngangshurð. Lögregla telur að þarna hafi verið um tilraun til innbrots sem ekki hafi tekist.
Tilkynnt um innbrot í herbergi ferðamanna en þar var munum í eigum ferðamannanna stolið ásamt reiðufé og vegabréfum. Skömmu síðar voru fjórir aðilar handteknir vegna málsins og gista þeir allir í fangageymslu þangað til hægt verður að taka þá fyrir.
Lögreglumenn sem sinna samfélagslöggæslu voru þá víða á ferli og meðal annars í mjóddinni þar sem rætt var við ungmenni og brugðist var við tilkynningum sem komu frá ungmennunum og foreldrum þeirra.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið leyst á vettvangi.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar. Þar höfðu tveir menn ráðist á einn sem var í göngutúr. Hótuðu þeir manninum með vopnum og létu sig svo hverfa af vettvangi. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt um mann að brjótast inn í bifreiðar. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að hlaupa undan á fæti en hafði ekki erindi sem erfiði og var hlaupinn uppi af laganna vörðum.
Tilkynnt um gripdeild í verslun. Málið afgreitt á vettvangi með skýrslutöku.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um hávaða í nokkrum heimahúsum.