Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 15-25 m/s í kvöld, hvassast á S- og V-landi. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðan heiða. Víða hvöss austanátt og slydda eða snjókoma í fyrramálið, einkum SA-til. Lægir S- og V-lands á morgun og stöku él þar síðdegis, en á Austfjörðum fer að lægja annað kvöld. Hiti í kringum frostmark.
Veðuryfirlit
400 km NA af Hvarfi er heldur vaxandi 967 mb lægð sem hreyfist lítið. 450 km ANA af Langanesi er 1010 mb hæð á NA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 15-25 m/s í kvöld, hvassast á S- og V-landi. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðan heiða. Víða hvöss austanátt og slydda eða snjókoma í fyrramálið, einkum SA-til. Lægir S- og V-lands á morgun og stöku él þar síðdegis, en á Austfjörðum fer að lægja annað kvöld. Hiti í kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 15-20 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti um eða yfir frostmarki. Suðlæg átt 3-10 á morgun, stöku él og kólnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan 8-13 m/s, skýjað og dálítil snjókoma eða él á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og stöku él. Frost 0 til 8 stig.
Á föstudag:
Austanátt og dálítil él á SA- og A-landi, en bjartviðri V-lands. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Austlæg átt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið á N- og V-landi. Dregur úr frosti.
Á sunnudag:
Norðaustanátt og snjókoma eða slydda, einkum á A-verðu landinu.
Spá gerð: 14.02.2022 07:48. Gildir til: 21.02.2022 12:00.
Discussion about this post