Hugleiðingar veðurfræðings
Meginskil hlýrra og kaldra loftmassa eru suður af landinu, en í kalda loftinu í kringum landið myndast litlar lægðir sem stýra veðrinu næstu daga.
Það er áfram fremur vetrarlegt veður á landinu í dag, austlæg átt og slydduél eða él í flestum landshlutum með hita rétt yfir frostmarki yfir hádaginn.
Á laugardag styttir víða upp og má búast við björtum og fallegum degi, en á sunnudag gæti snjóað á vestanverðu landinu.
Eftir helgi er útlit fyrir útsynning, þ.e. suðvestanátt og él á vestanverðu landinu en þurrviðri austantil. Ekki er óalgengt að eldingar mælist við vesturströndina í slíkum veðrum en þó er of snemmt að segja til veðrið eftir helgi nái slíkum hæðum.
Spá gerð: 14.03.2019 06:43. Gildir til: 15.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan 5-13 m/s en heldur hvassara við SA-ströndina fram yfir hádegi. Slydduél eða él í flestum landshlutum en úrkomuminna norðantil á landinu á morgun. Hiti um eða undir frostmarki í nótt, en yfirleitt 0 til 5 stiga hiti yfir daginn.
Spá gerð: 14.03.2019 03:50. Gildir til: 15.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan 5-13, en heldur hvassara við suðausturströndina. Él við suður og austurströndina, annars yfirleitt úrkomulítið. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við ströndina yfir hádaginn.
Á laugardag:
Austanátt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum og dálítil él A-lands í f yrstu. Hiti 0 til4 stig S-til á landinu að deginum, en víða 0 til 5 stiga frost annars staðar.
Á sunnudag:
Sunnanátt og slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt A-lands. Hiti nálægt frostmarki.
Á mánudag:
Allhvöss sunnanátt og rigning, en þurrt NA-til á landinu. Hlýnandi í bili.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 13.03.2019 20:28. Gildir til: 20.03.2019 12:00.