Á blaðamannafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra kom fram að ríkið ætlar ekki að gera neitt í því að veita öllum þeim fjölda fátækra og efnaminni á Íslandi mataraðstoð sem þessi hópur hefur reitt sig á hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp. Nú er enga mataraðstoð að fá þar
Fram kom í fréttum RÚV í gær að engar matarúthlutanir verði á vegum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar á næstunni vegna COVID-19 Ennþá verði þó hægt að fá mataraðstoð hjá Samhjálp. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, sem aðstoðar efnaminni fjölskyldur og einstaklinga, úthlutar ekki mat í næstu viku til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Boðið er upp á neyðarþjónustu á vegum nefndarinnar fyrir þá sem eru í mestu neyðinni.
Fjölskylduhjálp Íslands, sem veitir um níu hundruð matargjafir á mánuði í Reykjavík og Reykjanesbæ, tóku ákvörðun í gær að úthluta ekki mat á meðan ástandið er eins og það er og samkomubann er í gildi. Fjölskylduhjálp eru einu samtökin sem eru með matargjafir í Reykjanesbæ. „Við getum ekki séð hvernig við ættum að fara að þessu. Við getum ekki teflt fólki í tvísýnu, fleiri hundruð manns koma þegar við erum að úthluta,“ sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands í viðtali við Rúv í gær. „Okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir hún og bendir efnaminni einstaklingum á starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga.