Áhrifa frá skjálfta upp á 5.4 sem varð fyrr í dag gætti víða um land eins og sést á þessu hristingskorti af skjálftanum (Shake-Map). Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir skjálftann hafa verið mjög sterkan.
Hann hafi ekki verið á þeim stað þar sem kvika er að safnast fyrir heldur sé líklega bein afleiðing atburðarásar sem hófst í hádeginu með skjálfta af stærðinni 4,6. Enginn merki sjást um gosóróa og líklega hefur skjálftinn verið svokallaður gikk-skjálfti sem er afleiðing spennubreytinga. Slíkir skjálftar hafa verið mjög algengir síðustu daga og eru afleiðing þess að þrýstingur er að byggjast upp í kvikuganginum sem er að myndast suður af Fagradalsfjalli.
Umræða