Tilkynnt um mann að vera með hótanir í garðs annars aðila í líkamsræktarstöð.
Þegar tilkynnandi ræddi við lögreglu á vettvangi sagði hann að mennirnir hafi einnig verið að slást. Einum vísað út af líkamsræktarstöðinni.
Þá var tilkynnt um strák að vera mögulega að brjóta rúðu í fjölbýli. Farinn áður en lögregla kom á vettvang.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni með filmur í rúðum og á glitaugum og á yfir höfði sér sekt.
Tilkynnt var um hnupl í matvöruverslun sem og tilraun til innbrots í geymslu í fjölbýli í Breiðholti. Málið í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni en tilkynnt hafði verið um aksturslagið hans. Hann reyndist undir áhrifum vímuefna og án ökuréttinda. Laus að blóðsýnatöku lokinni. Jafnframt var ökumaður stöðvaður þar sem ökuréttindin hans voru útrunnin. Honum gert að hætta akstri.