Lögregla hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir fjórðu manneskjunni sem grunuð er um að hafa átt aðilad að frelsissviptingu, fjárkúgun og drápi á manni á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn.
Þremenningarnir sem þegar voru í varðhaldi eru samkvæmt heimildum mbl.is öll sögð hafa verið saman í bíl með manninum sem lést eftir eftir hann hafði sætt barsmíðum. Í varðhaldi eru 18 og 34 ára karlmenn og kona á 37. aldursári.
Þá herma heimildir mbl.is að maðurinn hafi verið færður á milli þeirra tveggja bíla sem tengjast rannsókninni áður en hann var skilinn eftir við leiksvæði í Gufunesi, þungt haldinn eftir barsmíðar. Hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt heimildum mbl.is var um tálbeituaðgerð að ræða.
Nánar er fjallað um málið á vef Mbl.is