Tölvert um tilkynningar vegna veðurfars. Hlutir eins og t.d. þakplötur, svalir, ljósastaur, gler úr glugga, fiskikör ofl. að fjúka. Opnir gluggar og hurðir að losna. Björgunarsveitir voru duglegar að venju við að aðstoða borgarana
Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í miðbænum í gærkvöldi og reyndi lögregla að aðstoða hana við að komast heim en fór svo að lokum að hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Rétt fyrir eitt í nótt var svo maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum, grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meiðsl árásarþola minniháttar.
Þá var annar maður handtekinn í Grafarvogi í gærkvöld og er hann grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki er vitað um meiðsl árásarþola. Það var töluvert um ölvunar- og fíknefnaakstur s.l. sólarhring í mörgum hverfum á Höfuðborgarsvæðinu.
17:00 – 05:00 100 mál skráð hjá lögreglu.