| Matvælastofnun varar við neyslu á vínarbrauðslengjum frá Bakarameistaranum vegna málmfísar sem fannst í einni lengjunni. Bakarameistarinn hefur innkallað allar vínarbrauðslengjur af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.- Vöruheiti: Vínarbrauðslengjur
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Dreifing: Öll bakarí Bakarameistarans
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í bakaríið þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Bakarameistaranum í síma 533-3000, pantanir@bakarameistarinn.is. Ítarefni | |