Eftir nákvæma yfirferð og mat á ýmsum gögnum er jarðskjálftinn, sem varð rétt fyrir kl. 17 í dag, metinn 4.8 að stærð og varð hann á um 8 km dýpi að sögn Náttúruvársérfræðingi Veðurstofu Íslands.
Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um tjón. Tilkynningar hafa borist að skjálftinn hafi fundist upp í Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð.
Þetta er stærsti skjálftinn sem að mælst hefur á svæðinu frá því að SIL-mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991.
Umræða