Joost Klein, hollenski Eurovision-keppandinn sem vísað var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið, verður líklega ákærður fyrir ólöglegar hótanir. Þetta segir Jimmy Modin talsmaður lögreglunnar í samtaki við breska blaðið Guardian.
Klein var vísað úr keppni eftir að hafa komist áfram á síðara undanúrslitakvöldinu. Kona í starfsliði keppninnar leitaði til lögreglu eftir atvik sem á að hafa átt sér stað baksviðs það kvöld.
Modin segir að rannsókn málsins sé lokið og ákvörðun um ákæru verði líklega tekin á næstu vikum. Hann upplýsti ekki hvers eðlis þessar hótanir væru. Ef Klein verður ákærður og sakfelldur fær hann líklega aðeins sekt. Fjallað var um málið hjá ríkisútvarpinu.
Umræða