VETRARLAND – Ljóðabók Valdimars Tómassonar
Ljóðabók Valdimars Tómassonar, Vetrarland hefur að undanförnu verið í fyrsta sæti metsölulista Eymundssonar yfir ljóðabækur.
Við spjölluðum í rólegheitunum við Valda um bókina og var hann að vonum ánægður með viðtökur lesenda. Enda fór ljóðabókin fljótlega í fyrsta sætið yfir vinsælustu ljóðabækur á Íslandi. JPV prentar bókina og hún fæst í verslunum um allt land.
Hér flytur ljóðskáldið ljóð úr bók sinni.
Ljóðabók Valdimars Tómassonar, Vetrarland er fjórða ljóðabók hans. Áður hefur hann gefið út hinar vinsælu ljóðabækur, Dvalið við dauðalindir, Enn sefur vatnið og Sonnettugeigur.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/02/24/valdimar-tomasson-ljodskald/
Umræða