,,Ég spái því að þú getir ekki fengið keyptan nýjan bensín eða dísel bíl eftir 2025″

Nýjar reglur Evrópusambandsins koma til með að banna sölu á bensín og dísel bílum innan sambandsins 2035. Strangari byggingarreglugerðir verða einnig settar og endurbreytinga krafist á gömlu húsnæði svo það uppfylli nýja mengunarstaðla með tilheyrandi hækkun kaupverðs á húsnæði.
Þetta þýðir að bílaframleiðendur sem eru ekki með mengunarlítil ökutæki á boðstólum eins og rafmagnsbíla eða metan geta pakkað saman.
Raunveruleikinn er annar og ég spái því að þú getir ekki fengið keyptan nýjan bensín eða dísel bíl eftir 2025, vegna þess að markaðurinn er alltaf á undan og enginn vill kaupa bíl sem er að verða úreltur eftir nokkur ár.
.
Umræða