,,Sjómenn ná ekki hæsta verði sem hægt er að fá fyrir aflann“
Fiskmarkaðir eru að gera út við litla fiskkaupendur og fiskverslanir landsins. Eigendur og starfsmenn fiskmarkaða, nenna ekki að vigta stæður í sundur. -Betra að selja þetta bara í heilu lagi. Minnsta vinnan fyrir þá. Aðra útskýringu get ég ómögulega fengið út.
Við erum búin að hafa samband við marga fiskmarkaði og engu er breytt.
Með þessu fyrirkomulagi, þá er gert út af við minni kaupendur. t.d. fiskverslanir og minni verkanir sem þurfa ekki stórar stæður, mörg tonn í hverri stæðu.
Ég veit ekki hvort sjómenn viti af þessu fyrirkomulagi, en á meðan þetta er svona, þá fá sjómenn ekki hæsta verð sem hægt er að fá fyrir aflann.
Kannski eru þeir bara sáttir við að fá minna verð, heldur en hærra verð. (ég á erfitt með að trúa því) hvet sjómenn til þess að berja í borðið og fá fiskmarkaði til þess að selja stæður án sameiningar.
Annað sem ég er að hugsa.
Fyrir hverja eru fiskmarkaðir: Kaupendur, seljendur, eða eigendur/starfsmenn fiskmarkaðanna? Einnig hvort þetta sé yfir höfuð löglegt.
Að ekki sé hægt að velja hvort þú kaupir 300 kg eða 3000 kg. (1 kar eða 10 kör)
Kaupir allt eða ekkert, það er mottó fiskmarkaðanna í dag.
Það er fisk-skortur, kvótatímabilið er að líða undir lok og nýtt kvótaár kemur 1. sept.
Ég myndi ætla að ríkisstjórnin ætti að grípa inní þetta viðskiptamódel strax. þessi handfæra afli er ekki eingöngu gerður fyrir stórar vinnslur. Get ekki ímyndað mér að þetta kerfi væri byggt upp til þess eingöngu að þjóna stórum vinnslum. Það verður að setja lög á þetta, þannig að allir geti boðið í aflann sem er verið að gefa til okkar íslendinga. Þar á ríkisstjórnin að koma að borðinu.
Það eru kosningar framundan og ég óska svara frá stjórnamálaflokkunum. (held að þeir viti ekki af þessu sem er í gangi í dag)
- Þeir fiskmarkaðir sem selja fisk/þorsk undir sameiningum í dag.
- Norðfjörður
- Skagaströnd
- Siglufjörður
- Þórshöfn
- Grímsey
- Raufarhöfn
- Patreksfjörður
- Fmþ Húsavík
- Drangsnes
- Tálknafjörður
- FMV Flateyri
- Fms Hornafjörður
- FMN Dalvík
Þeir fiskmarkaðir sem ég rakst á í dag sem leyfa að valið sé úr stæðunni eru:
Fiskmarkaðurinn á Ólafsvík og FMSI Rifi. – Hrós á þessa markaði sem vinna þetta eins og menn.
Það sem er líka skrýtið, að um leið og ég gagnrýni kerfið eins og það er, þá fær mitt fyrirtæki alltaf skítaþjónustu frá þeim fiskmörkuðum sem gagnrýndir eru.
Orðið gagnrýni þýðir: Að rýna til gangs. Gagnrýni á að vera: Laga það sem betur má fara.
Ég óska því eftir að fiskmarkaðir bæti úr þessum málum sem allra fyrst. -stjórnmálamenn. farið strax í þetta. Þetta er ekki boðlegt.
Fyrir hönd Fiskikóngsins ehf. Kristján Berg