Í greinargerð TR til úrskurðarnefndarinnar segir enn fremur að aukin ávinnsla örorku komi ekki til eftir að örorka hafi verið metin og greiðslur hafi byrjað í fyrra búsetulandi, líkt og umsókn kæranda beri með sér.
Úrskurðarnefnd metur að skilyrði fyrir örorkulífeyrisgreiðslum séu skýrt talin upp í 18.gr laga um almannatryggingar. Það sé ljóst að kærandi hafi uppfyllt skilyrði laga um búsetu í 3 ár sækti hann um á þeim tíma sem málið var til meðferðar hjá nefndinni. Úrskurðarnefndin taldi samt rétt að taka til skoðunar hvort TR hafi verið heimilt að synja umsókn kæranda á þeim grundvelli að kærandi uppfyllti ekki búsetuskilyrði laganna. Með hliðsjón af Evrópureglugerð 883/2004 má ráða að búseta í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins getur verið lögð að jöfnu við búsetu á Íslandi þegar búsetuskilyrði 18.gr laga um almannatryggingar er metið. Úrskurðarefndin segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að TR hafi rannsakað fyrri búsetu kæranda í þeim tilgangi að athuga hvort hann uppfylli búsetuskilyrði almannatryggingalaganna með hliðsjón af EB reglugerðinni, þrátt fyrir að umsókn kæranda hafi gefið tilefni til þess. Því var að mati nefndarinnar málið ekki nægjanlega upplýst þegar hin kærða ákvörðun var tekin, sbr. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Nefndin felldi því úr gildi synjun TR á umsókn kæranda og vísaði málinu aftir til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
Úrskurð nefndarinnar má finna hér