Fjölskyldustund með Siggu Dögg
Fjölskyldustund í Kringlunni – Sigga Dögg
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Föstudaginn 14. september kl. 14-15
Borgarbókasafnið Kringlunni býður nú í fyrsta sinn upp á fjölskyldustundir fyrir foreldra með ungabörn og börn á leikskólaaldri. Fjölskyldustundirnar verða vikulega á föstudögum kl. 14-15 og eru þær tilvalinn vettvangur fyrir verðandi og nýbakaða foreldra til að hittast, bera saman bækur sínar og deila reynslu sinni í notalegu og hlutlausu umhverfi. Þroskaleikföng verða á staðnum fyrir börnin og kaffi og te fyrir fullorðna.
Öðru hverju verður boðið upp á viðburði eða fræðslu sem tengist uppeldi og foreldrahlutverkinu.
Að þessu sinni mun Sigga Dögg, kynfræðingur, ríða á vaðið með spjalli um þau áhrif sem nýtt barn hefur á foreldrana og samband þeirra og hvernig fræða má börn frá fæðingu um líkamann, samþykki og ást.
Allir velkomnir.