Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, 20 ára, en hann strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur um sjöleytið í kvöld þegar mál hans var þar til meðferðar.
Gabríel er 192 sm á hæð, með brún augu og um 85 kg að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn er vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.
Gabríel er hvattur til að gefa sig strax fram.
Umræða