Vita ekki örugglega allir um rúðusköfuna? Spyr lögreglan á Vestfjörðum og birtir mynd af lögreglubílnum í Seljalandsdal. Það er greinilegt að það styttist í veturinn. Veðurstofan spáir svo frosti á hálendinu á morgun með snjó og hálku en smávægilegur hiti verður við strendur landsins:
Veðurhorfur á landinu
.
Norðvestan 13-23 m/s S-lands, hvassast við fjöll syðst, en annars norðlæg átt, 10-15. Rigning víða á landinu, en rofar til í kvöld og nótt, fyrst V til. Suðlæg átt, 8-13 m/s með skúrum á morgun, en hægari og úrkomulítið NA til. Gengur í vestan 15-20 SV til seinni partinn. Hiti 5 til 10 stig að deginum, en líkur næturfrosti inn til landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan 3-10 m/s og rigning um landið N-vert og slydda til fjalla, en vestan 8-15 og víða bjart sunnan heiða. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins.
Á þriðjudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en vaxandi austanátt og fer að rigna syðst umn kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og væta með köflum S-lands, en annars hægviðri og þurrt að kalla. Milt veður.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Heldur hlýnandi veður.